Hver erum við?

Holistic Bodybuilding er samþætting fjögurra þátta í grunninn: Hreyfing, Næring, Hvíld og Hamingja.
Hver þessara þátta nær eins djúpt og viðkomandi þarf.
Í “Hreyfingu” þurfa sumir einungis á léttri hreyfingu að halda eins og göngutúrum, sumir þurfa hjálp við að losna við verki og aðrir vilja byggja upp líkamann sem þá dreymir um.
Í “Næringu” þurfa flestir bara á hreinu og hollu mataræði að halda en svo eru aðrir sem þurfa á öðrum aðferðum að halda miðað við þeirra vandamál. Meltingarvandamál, húðvandamál, blóðsykursvandamál, bólgur og fleira sem þarf að taka sérstakt tillit til þegar við sníðum þína mataráætlun.
Í “Hvíld” þarf hver og einn sína eigin leið í því að ná stjórn á taugakerfinu svo það geti endurheimt líkamskerfin eftir niðurbrot lífs og æfinga.
Í “Hamingju” förum við aftur eins djúpt og viðkomandi vill eða þarf. Þessi liður snýst um að þú finnir fyrir tilgangi með lífinu, vitir hvað veitir þér hamingju og endurskapir þinn lífsstíl svo þú upplifir meiri hamingju hvern einasta dag.

Hugmyndafræðin

Hugmynda- og aðferðafræðin kemur frá Chek Institute þar sem við höfum lært heilsuþjálfun, styrktarþjálfun, uppbyggingu eftir meiðsli og hreyfivísindi.
Paul Chek hefur unnið í yfir 40 ár með fólki sem enginn hefur getað hjálpað og úr þeirri reynslu bjó hann til 7 ára nám sem snýst um að finna rót vandans með heildrænu mati á heilsu, líkama og sál ásamt því að gefa þér þau tól sem þú þarft á að halda til að komast aftur í jafnvægi og geta lifað þínum draumi eða markmiðum í lífinu.

“Sooner or later, your health will be your number one concern”
- Paul Chek

Skráðu þig

Hvað er CHEK?

“The CHEK System is a holistic, integrative approach to health and performance. We assess posture, movement, breathing, core function and lifestyle stressors to identify the root causes of dysfunction or pain. From there, we design highly personalized programs that combine corrective exercise, mobility work and foundational lifestyle coaching to restore balance, build strength and optimize physical performance. This method goes beyond traditional training, it’s about rebuilding the body from the inside out for lasting resilience. We as CHEK Practitioners don’t treat the disease that has the person, we coach the person back to a place of health where disease cannot exist.”

“90% of all diseases are caused by mismanagement of diet and lifestyle factors, and therein lies the lessons and the solutions”

Starfsmenn

  • Jóhann er lærður einkaþjálfari, jógakennari, nuddari og CHEK heilsu- og líkamsþjálfi.

    Hann hefur einnig tekið mörg námskeið eins og Functional Patterns, MTPerformance og GOATA.

    Hann lifir fyrir vöxt á öllum sviðum og elskar að vinna með fólki sem er tilbúið að gera breytingar.

  • Emilíana hefur lokið við stig 1 í Heilsuþjálfun hjá CHEK Institute og hjálpar fólki að öðlast heilsu og ná jafnvægi.
    Með þessum aðferðum hefur Emilíana náð að koma sinni persónulegu heilsu í gott stand eftir margra ára stríð við fjölmörg einkenni og heilsuleysi.