Hver er þinn draumur?
Fyrsta skrefið í átt að bættri heilsu er að vera kristalskýr á því hvert þú stefnir og af hverju. Mjög algengt er í dag að fólk hafi litla sem enga stefnu fyrir líf sitt og hvað þá stóran draum. Það má líta á drauminn sem þinn lífsneista. Neista til að láta verða að hlutum og breytast til hins betra. Ef þú átt þér stóran draum, þá verða næstu skref mun sjálfsagðari og einfaldari. Margir vilja komast í form, en fáir virkilega vita af hverju. Margir halda að þeir viti af hverju en þegar reynir á, er sú ástæða ekki nógu sterk til að halda áfram þrátt fyrir lífsins áskoranir. Ef þú ert að vinna að einhverju sem þig dreymir um eða elskar, þá lætur þú lífsins uppákomur ekki hafa áhrif á hvort þú heldur áfram eða hættir á vegferðinni.
”If you have a big enough dream, you don’t need a crisis”.
Þeir sem ætla sér á Ólympíuleikana, sníða allt sitt líf í kringum þann draum. Mataræði, hvíld, svefn, hreyfingu, fólkshittinga og fleira.
Það er ekkert annað sem meikar sens.
Sjáðu hvað það er auðvelt að breyta til þegar þú virkilega veist hvað þú vilt…
Spretthlauparinn er tilbúinn að leggja á sig margra ára vinnu og fórnir til þess að bæta sig um hálfa til eina sekúndu.
Við sendum börnin okkar í hinar ýmsu íþróttir og aldrei myndum við búast við því að þau næðu rosalegum árangri á fyrstu árunum.
En hvaða kröfur gerir fullorðið fólk þegar það byrjar aftur að æfa?
”Ég gef þessu þrjá mánuði”.
Margir hætta eftir einn…
Líkamsrækt, hreint mataræði og djúp hvíld á ekki að vera eitthvað sem þú hættir að gera.
Þetta eru hlutir sem við öll þurfum að stunda út lífið til að halda heilsu.
Þannig að, þú hefur ekki bara þrjá mánuði, þú hefur allt lífið, svo taktu þér tíma og byggðu þig upp frá grunni.
Því miður endist fólk stutt á prógrömmum því það á sér ekki nógu sterkan draum eða ástæðu til að endast og prógrömmin eru oft “all-in” or nothing og fólk ætlar að verða ofurhetja á þremur mánuðum.
Þú þarft alltaf að æfa. Þú þarft alltaf að borða hollt. Þú þarft alltaf að hvíla þig djúpt.
Og hvert er þá stressið?
Væri ekki betra að hægja aðeins niður, mæta þér á þeim stað sem þú ert og byggja upp heilsu og líkama sem endist út lífið?
Við viljum kenna þér að borða, hreyfa þig og verða heilbrigð(ur) svo þú getir tekið þessi atriði í þínar eigin hendur eftir prógrammið.
Við segjum þér ekki bara hvað þú átt að gera, við sýnum þér af hverju þú átt að gera það og hjálpum þér einnig að skilja af hverju þú ert í sársauka.